LJÓÐ

Króka-Refs rímur
og Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu

 

Hallgrímur Pétursson er eflaust frægastur þeirra Íslendinga sem lifðu á sautjándu öld og þótt hann sé kannski helst kunnur fyrir Passíusálmana og önnur trúarkvæði samdi hann einnig ádeilur, tækifæriskviðlinga og rímur svo eitthvað sé upptalið. Hallgrímur fæddist árið 1614, annaðhvort í Gröf á Höfðaströnd eða Hólum í Hjaltadal. Hann lést í Ferstiklu skammt frá Saurbæ á Hvalfjarðasströnd þar sem hann þjónaði lengst sem prestur 18. desember 1674. Á 17. öld voru ortar a.m.k. tvennar rímur út af sögunni um Króka-Ref, rímur Hallgríms og rímur Þorvalds Rögnvaldssonar á Sauðanesi, sem nú eru glataðar að mestu. Gísli Konráðsson segir þá sögu í einni af syrpum sínum, og kveðst hafa hana eftir handriti síra Gunnars Pálssonar, að eitt sinn hafi síra Hallgrímur beðið mann nokkurn, er fór norður í Vaðlaþing, að taka þar fyrir sig Refs-rímur, og hafi þá kveðið:

Sjáir þú mann með sívalt nef
þar seggir eru að þinga,
taktu hjá honum rímur af Ref
og reiddu þær fyrir mig hingað.


HÖFUNDUR:
Hallgrímur Pétursson
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 294

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :